Beituhlaup

Hundarnir okkar elska þetta sport vægast sagt. Bæði Álfadísar Drauma Dagbjört (Þoka) og Springeldens Dolce Ranocchio (Dunder) hafa klárað sín þrjú leyfishlaup sem þarf til að geta tekið þátt í keppni. Vonast er til að hægt verði að halda keppni á Íslandi á næsta ári.

Allir hvolparnir sem hafa komið frá okkur og prófað að koma í beituhlaup hafa staðið sig frábærlega vel. 
 

Um beituhlaup:
Beituhlauop (lure coursing) er sérstök keppnisgrein sem miðar að því að ná til veiðieðli hundsins. Í þessari keppni keppa oftast tveir hundar af sömu tegund í einu. Hlaupið er eftir braut, lengd brautar fer eftir því hvaða tegund af mjóhundi er að keppa. Sett er upp gerfi beita oftast eru það bara plastpokar sem festir eru í línu sem er síðan dregin inn með ákveðnum búnaði. Beitustjóri sér síðan um framkvæmdina ásamt aðstoðarfólki.  Hundarnir keppa svo í að elta þessa bráð. Þeir eru dæmdir eftir ákveðnum eiginleikum; hraða, fylgni, þol, fimi, gleði og heildareinkunn.

Mjóhundadeildin stendur fyrir reglulegum beituhlaupsæfingum yfir sumartímann, ennþá hefur ekki farið fram alvöru keppni á Íslandi. Hundarnir geta núna tekið leyfishlaup (license) en þeir þurfa að standast 3 slík hlaup til að teljast  fullgildir í keppni.